Lionsklúbburinn Hængur - Akureyri
Stofnaður 6.mars 1973
Lionsklúbburinn Hængur kt:480186-1259 Skipagata 14-600 Akureyri Pósthólf 429 Umsjónarmaður síðu - Baldur Ingi Karlsson
ÁHUGAVERÐIR TENGLAR
ÁIN - VEISLUSALUR
Stjórn Lkl. Hængs 2022/23
Karl Erlendsson Formaður karl.erlendsson@gmail.com
Tómas Sævarsson Ritari
Jón Heiðar Daðason Gjaldkeri
Saga og verkefni
Lionsklúbburinn Hængur var stofnaður af 23 ungum mönnum úr ýmsum stéttum 6. mars 1973 að tilstuðlan þáverandi fjölumdæmisstjóra Þórðar Gunnarssonar. Fyrsti formaður klúbbsins var Arnar Einarsson.
Í dag eru 45 félagar í klúbbnum sem er hluti af alþjóðasambandi Lionsklúbba, sem telur um 1,3 milljónir félaga í 205 löndum.
Fundir eru haldnir fyrsta og þriðja fimmtudag í hverjum mánuði frá september til maí. Að auki eru ýmsar skemmtanir, ferðalög og aðrir viðburðir haldnir fyrir klúbbfélaga. Klúbburinn er rekinn fyrir árgjöld.
Verkefni klúbbsins
Meginhlutverk Lionsklúbba er að láta gott af sér leiða í samfélaginu og á alþjóðavettvangi. Í því skyni eru unnin margs konar verkefni og styrkir veittir.
Verkefni klúbbsins hafa verið margvísleg frá upphafi og hefur hann látið víða til sín taka.
Stærsta verkefni klúbbsins á hverju ári er opið íþróttamót fyrir fatlaða og þroskaskerta, Hængsmótið. Keppnisgreinar eru boccia, borðtennis og kraftlyftingum í mörgum flokkum. Mótið hafa verið haldið í yfir 30 ár.
Í október á ári hverju eru haldið Herrakvöld Hængs og fer allur ágóði kvöldins í fyrirframákveðið verkefni
Nýjasta verkefni klúbbsins er skógræktarverkefni í Glerárdal, Hængsskógur. Ef allt fer eins og það á fara verður þar glæsilegur skógur og útivistarsvæði í framtíðinni.
Jólablaðið LEÓ hefur verið gefið út í yfir 40 ár og dreift í öll hús á Akureyri. Í blaðinu eru jólakveðjur frá fyrirtækjum og stofnunum ásamt ýmsu skemmtiefni.
















